Ísland er sýnishorn dómsdags

Sýnishorn úr fjölmiðlum.

DV 4.8. 2005

Búseta mannsins í landinu hefur á löngum tíma valdið mikilli landeyðingu. Fyrir landnám voru eldgos og hraunflóð að verki, en samt var allt gróið upp til fjalla.

Eftir landnám hefur skógur verið brenndur og sauðfé sigað á hann. Síðan hefur vindurinn náð tökum á lággróðri og feykt honum burt og loks moldinni líka. Þannig þekkjum við rofabörðin.

Þetta eru ekki nýjar fréttir. En í gærmorgun var sagt frá þeim í BBC. Þar talar Boris Masimov meðal annars við Andrés Arnalds hjá Landgræðslunni um Ísland, stærstu eyðimörk í Evrópu.

Ísland er sýnishorn dómsdags, segir Andrés í viðtalinu. Ísland sýnir hvernig getur farið fyrir öðrum löndum, ef menn ganga á skóga og ofbeita land. Ísland er víti til varnaðar.

BBC segir að eyðing lands á Íslandi sé ótrúlega mikil og að sandurinn sé fínlegri en annar eyðisandur á jörðinni, jafn fínlegur og sandurinn á tunglinu. Þannig varð Ísland leikvöllur tunglfara.

Menn halda að Ísland eigi að vera svart. En rannsóknir sýna, að láglendi var allt gróið fyrir komu landnámsmanna, Kjölur var algróinn og hægt var að fara á gróðri yfir Sprengisand utan 20 kílómetra á hápunkti.

Við vissum þetta allt. En þegara BBC segir það fær það aukið vægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Daginn!

 Já, það stendur þarna. Og finnst þér það ekki alvarlegt, að Andrési, virtum manni, skuli  þykja ástæða til að benda útlendingum á þetta sorglega ástand landsins okkar?

Ertu að setja eitthvert samasemmerki milli Andrésar og glæpamannsins eða hvers vegna velur þú þetta dæmi? Ég bara næ þessu ekki. Það eru jú þúsundir frétta fluttar á þessari stöð.

Margrét

Margrét Jónsdóttir, 25.7.2007 kl. 05:27

2 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Blessaður!

Þetta er bara frétt sem er tekin beint upp úr DV, alveg óbreytt. Ég ætla að koma með fleiri sýnishorn seinna. En nú hef ég ákveðið að taka mér frí frá bloggvinnu þar sem ég hef ekki meiri tíma til þess að svara svona fólki sem allt misskilur og snýr út úr öllu.

Njóttu frísins frá skólanum og ég ætla að njóta frísins frá blogginu. Heyrumst í haust.

Margrét

Margrét Jónsdóttir, 25.7.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband