Ég fer í fríið.............fer í fríið.

Sælt veri fólkið!

Ég hef nú prófað þennan miðil frá 10. júlí og líkar að mörgu leyti vel við hann.  Hér skiptast menn grimmt á skoðunum og er það bara gaman þegar einhver fróðleikur flýtur með, menn málefnalegir og um fram allt..........að maður hafi nægan tíma. Og gott að geta komið sínum málsstað að í hvert skipti sem ég svara. En þetta hefur verið of tímafrekt. Allur minn litli frítími frá vinnu fer í bloggvinnu. Hætt að hafa tíma  fyrir fjölskyldu og vini, að ég nú tali ekki um garðinn.  

 Þess vegna hef ég nú ákveðið að draga mig í hlé frá störfum a.m.k. fram á haust. Ég mun þó skrifa í dagblöð á meðan, ef mér finnst ég þurfa. Það er líka betra fyrir mig, því þá get ég dregið andann, áður en mér er hugsanlega svarað, sem þó hefur lítið verið í seinni tíð. Ekki svaraverð?

Vona ég jafnframt að allir þessir ofurhugar sem gagnrýnt hafa mig hér geri það líka í dagblöðum. Það eru jú mun fleiri sem sjá skrif okkar þar en hér. Þetta er of tímafrekt fyrir svona fáa lesendur.

Vona svo að við öll njótum okkar fagra lands, hvort sem við erum ánægð með núverandi ástand þess eða ekki.

Bestu kveðjur og þakkir fyrir þátttökuna.

Margrét Jónsdóttir


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband