Nornaveiđar hafnar á ný gegn "útlendingum" í íslensku flórunni

Ţessa grein skrifađi ég 2004 og er hún enn í fullu gildi 

Til varnar  lupinus nootkatensis og fleiri  útlendingum

       Ţann  6.7. 2004 skrifar Hjörleifur Guttormsson grein í blađiđ ţar sem hann veltir fyrir sér seinagangi á ađ framfylgja lögum um verndun íslenskra vistkerfa fyrir innflutningi á erlendum lífverum.Lítum á gróđurinn. Hvers konar vistkerfi á ađ vernda?
  1. Vistkerfi eins og ţađ var viđ landnám, ţegar gróđur ţakti 75% af landinu og skógur um 30- 40% af gróđurhulunni?
  2. Eđa vistkerfi eins og ţađ er í dag, ţegar gróđurhulan er ađeins 25 % af ţví og skógur um 1%-2% af gróđurhulunni?
Svariđ birtist reyndar í greininni, ţví ţar hefur höfundur mestar áhyggjur af íslensku móunum, hrćddur um ađ skađrćđis útlenskar plöntur yfirtaki ţá!En hvađa fyrirbćri eru ţessir móar sem eru svo stór hluti af ţessari 25% gróđurţekju?Jú, viđ eyđingu skóganna varđ til rýrt og nćringarsnautt mólendi, meira og minna ţýft og slitiđ af frostlyftingum, ţar sem lyngiđ er ekki fćrt um ađ veita jarđveginum nćgilegt skjól. Er ţetta endilega eftirsóknarvert ástand?Og hverjar eru ţá ţessar skađrćđis útlensku plöntur sem helst ógna gróđurhulunni götóttu?      Fyrst er ađ nefna lupinus nootkatensis, alaskalúpínuna. Höfundur nefnir hana í sömu andrá og minkinn. Minkinn sem drepur og eyđir og lúpínuna sem grćđir og gefur.Ég skal fúslega viđurkenna ađ minkurinn er algjört klúđur, eitt af ţví sem átti ađ bjarga bćndum frá ađ flytja á mölina, án ţess ađ fá einhverja menntun í faginu. En lúpínan er himnasending til okkar örfoka lands, trúlega eina plantan sem getur bjargađ ţví. Hún býr til nćringarríkan jarđveg, jafnt í rýrum móum sem á örfoka landi, stútfullan af köfnunarefni, nitri og fleira góđgćti. Sannkölluđ áburđarverksmiđja. Eftir ađ hún hefur búiđ til ţessa nćringarríku mold, hörfar hún smátt og smátt fyrir kröfuhörđum plöntum eins og blágresi, brennisóley, skógarkerfli , birki, njóla og hvönn.Ţar sem ekki er BEIT breiđir ţessi fagra og frábćra planta úr sér, jafnt í blásnuđa vegkanta og aurskriđur, sem á rýru landi. En ţar sem BEIT er, sést hún ekki ( frekar en margar ađrar blómplöntur), jafnvel ţó ađeins skilji girđing jarđir ađ. Ţetta segir mér ađ skepnur séu sólgnar í lúpínur og ţađ getum viđ nýtt okkur međ ţví ađ sá lúpínufrćjum í allar auđnir landsins og notađ svo eitthvađ af ţví sem beitarland er fram líđa stundir. Eftir svona ţriggja sumra beit mćtti gróđursetja tré (skóg) ţar sem skógurinn framleiđir súrefni, bindur koltvísýring, bindur jarđveg, gefur skjól og er framtíđar verđmćtaskapandi. En höfundur er kannski líka á móti öllum “útlendingunum” sem vert er ađ rćkta í skógi?      Skođum nú nćstu skađrćđisplöntu, útlenska ađ uppruna, skógarkerfil, eđa anthriscus sylvestris.Fyrir ţađ fyrsta er hann bara ágćtlega hollur, góđur í salöt, sósur, súpur , te og vín.Hann léttir meltinguna, er vatnslosandi, styrkjandi, slímlosandi, notađur í fegurđarlyf og sem viđbót í sáraáburđ.      Snúum okkur ţá ađ hvönninni.Ég geri ráđ fyrir ađ ţegar höfundur talar um tröllahvönn ţá eigi hann viđ heracleummantegazzianum. Ţví miđur hef ég ađeins bariđ hana augum í ţremur görđum á Íslandi. Alltaf ein, há og tignarleg. Glćsilegust allra planta.  Hvar í ósköpunum hefur hún valdiđ ţessum “stórskađa” í hinni íslensku náttúru? Á greinarhöfundur kannski viđ  ćtihvönnina, angelica archangelica, jurtina sem kennd er viđ engla, sem verđur allt ađ tveggja metra há og hefur myndađ hvannarskóga hér og ţar? Ef svo er get ég huggađ líffrćđinginn međ ţví ađ ţar sem hún vex er jarđvegur í góđu ástandi, djúpur, rakur og nćringarríkur og ekkert á leiđinni  út í hafsauga. Sú tegund er ágćtust allra jurta á Íslandi og  má neyta hennar allrar, “höfuđuđ, herđar, hné og tćr, hné og tćr” (rót, stöngul, blöđ og frć). Góđ í mat; sjóđa stilka, í sultu, í salöt, vín, te og heilsu- og snyrtivörur. Er vatnslosandi, dregur úr magaverkjum, léttir meltingu, hefur veriđ notuđ viđ influensu, kvefi, bronkitis og asma.Sú fyrrgreinda, tröllahvönnin, er aftur á móti flagđ undir fögru skinni, getur veriđ ofnćmisvaldandi fyrir okkur mannfólkiđ……………….en dýr éta hana!      Lúpínan, ćtihvönnin og skógarkerfillinn eru nefnd  í bókinni “Islenska plöntuhandbókin” eftir Hörđ Kristinsson. Má af ţví draga ţá ályktun ađ höfundur lítur á plönturnar sem fullgildar íslenskar plöntur.      Ađ lokum vil ég spyrja manninn sem ýmisst er titlađur líffrćđingur eđa náttúrufrćđingur, Hjörleif Guttormsson: En hvađ um eyđimörkina Ísland? Hefur hann engar áhyggjur af henni? Eđa eigum viđ ađ varđveita hana sem “íslenskt…….upprunanlegt vistkerfi”? Vinstri grćnn!Gleymdu ţér ekki í gljúfrunum! Margrét JónsdóttirMelteigi 4Akranesimelteigur@simnet.is 

  

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

lúpínan er ekki útlendingur,ekki frekar en önnur blóm, hún er bara nýrri og meira skađrćđi, ferlega ljót og hrćđilega stjórnlaus ţarsem hún nćr sér á strik. hún er kannski falleg ein og sér inní garđi, t.d garđalúpína, en ţađ sem er uppum fjöll og firnindi er mjög ljótt og passar alls ekki inní náttúrulegt samhengi.  

halkatla, 20.7.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Sćlt veri fólkiđ!

Nei, auđvitađ er lúpínan ekki lengur útlendingur hér,  ţví hér hefur hún veriđ síđan 1945, er Hákon Bjarnason, skógrćktarfrömuđur, flutti hana inn međ sér frá Alaska. Hún er orđin íslensk fyrir löngu, komin ţetta á sjötugsaldurinn og hefur ótvírćtt gert mikiđ gagn. Um ţađ getum viđ öll veriđ sammála.

Fegurđin og ljótleikin eru afstćđ hugtök, fer allt eftir smekk og uppeldi.

Bestu kveđjur, Margrét

Margrét Jónsdóttir, 20.7.2007 kl. 14:46

3 identicon

Ég tel ađ allar ţćr plöntur sem geta ţrifist og dafnađ á Íslandi, svo vel ađ ţćr ţroski frć og geti fjölgađ sér í hvernig árferđi sem er, geri trjá og blómaflóruna okkar fjölbreyttari og fallegri. Fagna ég öllum trjá og plöntutegundum sem fluttar eru til landsins og sýna ţađ og sanna, ađ ţađ hefur bara veriđ fjarlćgđ Íslands frá öđrum löndum, sem gerđi ţađ ađ ţćr uxu ekki hérna fyrir landnám.

Ég kalla alla ađför ađ ţessum nýju íslendingum í Flóruna Íslands, plöntu-rasisma. 


Sigrún Jóna (IP-tala skráđ) 21.7.2007 kl. 17:07

4 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Sigrún Jóna!

Er sammála ţér frá a til ö í ţessum efnum.

Bestu kveđjur, Margrét

Margrét Jónsdóttir, 21.7.2007 kl. 21:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband