Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Margrét!
Nú verður þú að pússa gleraugun þín, þú segir á bloggsíðu Herdísar að bændur hafi meiri og betri aðgang að netinu en þéttbýlisbúar!!!! Heyr á endemi, og hvenar styrkti ríkið bændur til tölvukaupa? og hélt þessi námskeið? Alla vega hef ég misst af því dæmi eins og það leggur sig, borgaði sjálf mína tölvu fullu verði og fæ í hausinn feitan símarikning um hver mánaðarmót. Að vísu er kominn starfsmenntasjóður bænda og ég fékk styrk úr honum vegna setu á heilsdagsnámskeiði s.l. vor, en hef trú á að ég hafi sjálf verið búin að leggja þessum sjóði eitthvað til. Þetta er sambærilegt og hjá öllum stéttarfélögum að fólk getur fengið niðrgreidd námskeið, vísa bara í bæklinga frá öllum símenntunarmistöðvum landsins
Valgerður Sigurðardóttir, sun. 14. okt. 2007
Kæra Margrét
Ég er að mestu leiti sammála þér um gróðurfar, sauðfé og fl. Aftur á móti líkar mér ekki að vera útilokaður frá því að skrifa athugasemdir við bloggið þitt. Er meira að segja gamall Akurnesingur árgerð 44. :=)
Snorri Hansson, fim. 9. ágú. 2007
Þakka áhuga á myndunum mínum
Sæl Margrét. Ég er afar ánægð ef myndirnar mínar geta opnað augu almennings fyrir ástandinu upp á hálendi og víðar. Af skrifum og rökræðum um ástandið má sjá að yfirleitt hefur almenningur enga hugmynd um hversu óteljandi fjöldi sauðfjár nagar upp landið okkar. Ella hlytu viðbrögðin að vera allt önnur! Fram að þessu hef ég getað sagt við sjálfa mig og aðra: "ef almenningur bara vissi!!".... Jæja... nú veit hann...
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 30. júlí 2007
Halló
Þetta vissi ég að væri rétti vettvangurinn fyrir þig
Valgerður Sigurðardóttir, fim. 19. júlí 2007