Eldri greinar, fyrsta vers

Alltaf er Guðni að afsaka fjárútlát til landbúnaðarins 

      Já, alltaf er hann Guðni Ágústsson að afsaka fjárútlát þessarar skattpíndu þjóðar til landbúnaðarins. Nú síðast í Blaðinu í dag, 4.11. 2006

Í þessari grein hældist hann yfir för sinni og fleiri manna til Bandaríkjanna (á okkar kostnað), og dásemdum íslenskra landúnaðarafurða, þar í búð. Ég hef svo sem ekkert út á gæði þessara vara að setja, nota sjálf ekki mjólkurafurðir lengur (svona 98%) af ótta við hið  kröftuga vaxtarhormón, sem ég trúi að auki líka vöxt krabbameinsfruma,  en borða lambakjötið af og til, þó æ sjaldnar eftir að ég tók upp nýja stefnu í matarvali. En það sem ég sé eftir, er að vera að fórna okkar fátæklega háfjallagróðri í kjötframleiðslu til útflutnings í stórum stíl. Hvað með þessa útlendinga sem vilja hafa allt upp á borðinu í sambandi við framleiðsluna; dýravernd, hreinleika og fleira? Hvað með GRÓÐURVERND? Myndu þeir ekki missa  matarlystina  á kjötinu því arna, þessir réttlætismenn guðs í henni Ameríku, ef þeirr vissu hverju við værum að fórna?  Ha?  Ég segi, hingað og ekki lengra. Það er miklu meira en  nóg að framleiða  kindakjöt ofan í okkur og gesti okkar og ekki skrokk til viðbótar...................nema hann komi úr beitarhólfi.

      Þá að kúnum. GÁ dásamar afurðirnar þeirra, sérstaklega litinn á smjörinu, hann sé svo flottur. Auk þess miklast hann yfir verði á skyri í fínu búðinni (sjálfsagt flutningskostnaður, tollar, aðflutningsgjöld og skattar),  í samanburði við það sem við borgum hér. Hrædd er ég um, að það háa verð skili sér nú ekki til bænda hér og sá góði maður gleymir að við höfum borgað okkar skyr tvisvar. Fyrst með beingreiðslum og svo við búðarborðið. Ekki þekki ég til verksmiðjukúa, GÁ lætur í veðri vaka að þær éti hvorki gras né hey, en ég veit  að allar aðrar kýr í heiminum bíta gras eins og þær íslensku og það mikið, mikið lengur á ári, vegna hagstæðs veðurs. Og þær fá að sjálfsögðu hey yfir köldustu vetrarmánuðina, bara miklu, miklu skemur en þær íslensku. Líka kornfóður, eins og íslensku kýrnar. “Útlenskt og eitrað”, eins og sumir segja.

      Það að basla enn við að reyna að selja þessar blessaðar landbúnaðarvörur til útlanda er ekkert nema kostnaður fyir skattgreiðendur og ég hef aldrei heyrt að bændur hafi grætt á þessu.

      Nei, nú er komið nóg af óþarfa fjárútlátum í  kindur og kýr. Snúum okkur heldur að því að nota peningana í afmælisgjöf til Landgræðslunnar á næsta ári, þega hún fagnar 100 ára afmæli. Allir landsmenn myndu græða á því , ekki hvað síst,  bændur.

  

Margrét Jónsdóttir

Aðstoðarmaður húsamálara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Sæl Margrét, bara svona fyrir forvitni sakir - viltu leggja niður íslenskan landbúnað?

Kveðja, Ragnhildur ekki bóndi

Kolgrima, 18.7.2007 kl. 15:26

2 Smámynd: Margrét Jónsdóttir

Blessuð og sæl Ragnhildur!

Nei, það vil ég alls ekki, en ég vil fara að stjórna beitinni. Koma öllum skepnum í beitarhólf til að hlífa viðkvæmum gróðri í bröttum hlíðum og á hálendinu. Þá yrði landið okkar líka miklu fallegra þegar fleiri tegundir, sem nú kúra við grasrót (t.d. birki, víðir og margar blómplöntur) hefðu möguleika á að komast á legg. Allur gróður mundi þéttast og verða gróskumeiri.

Ég hef séð svæði sem var friðað til skógræktar, breytast á ótrúlega skömmum tíma. Það sem var gróðursett átti oft á tíðum erfitt uppdráttar en víðirinn sem reis upp úr öskustónni var stórkostlegur. Mannhæðarháir og meira. Brúskar hér og þar. Síðan er birkið farið að sá sér, kemur úr görðum í sveitinni. Blómaengin eru engu lík. Þetta sá maður ekki í gamla daga, kannski eina og eina jurt sinnar tegundar en nú er öldin sem sagt önnur.

Málið er að við þurfum ekki lengur á því að halda að senda fé á afrétti því það er nóg pláss í byggðum landsins.

Bestu kveðjur,

Margrét

Margrét Jónsdóttir, 18.7.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband